Olíu námskeið

Verið velkomin á olíunámskeiðið hjá Guðfinnu!

Kennt er í vinnustofu Guðfinnu sem er innangengt í úr versluninni Litir og föndur Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Námskeiðin eru á Þriðjudagskvöldum frá 18 til 22 og Fimmtudagsmorgnum frá 10 til 14.

4 klukkustunda námskeið kostar 6000kr og eru nemendur beðnir um að borga með peningum, ekki korti. Þetta er ekki samfellt námskeið heldur skráir fólk sig bara á þá daga sem því hentar.

15 mínútna hlé er á miðjum kennslutímanum og boðið er uppá kaffi og kex. Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hver nemandi vinnur að sínum verkefni og kennarinn leiðbeinir þeim með aðferðir, tækni og hvernig á að vinna með málninguna, olíuna og íblöndunarefnin.

Málning, olíur og íblöndunarefni eru innifalin í námskeiðsgjaldinu. Æskilegt er að nemendur mæti með eftirfarandi: mynd af viðfangsefninu til að styðjast við, t.d. ljósmynd eða ljósrit í lit. Þrjá eða fleiri olíumálunar pensla og striga til að mála á. Fyrir þá sem vantar annaðhvort eða bæði þá er mikið úrval á góðu verði í búðinni og nemendur fá 15% afslátt af myndlistavörum þegar þeir eru á námskeiði, þarf þá að versla áður en kvöldnámskeið hefjast og eftir morgunnámskeið.

Kennarinn á námskeiðinu er Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, hún var í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlista og handíðaskólanum og með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið sýningar innanlands og erlendis auk þess er hún með áratuga reynslu sem myndlistarkennari.

Til að skrá sig í tíma er hægt að hringja í okkur í s.552-2500 eða kíkja við í verslun okkar.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@litirogfondur.is

Vertu með okkur á facebook