Fróðleiksmolar

Ágæti lesandi.
Ef þú býrð yfir fróðleik í sambandi við myndlist og hverskonar föndurvöru væri ánægjulegt að þú sendir hann til okkar svo sem flestir geti notið hans hér í fróðleikshólfinu.
                                          

j0439318[1]

Fróðleikur
Vissir þú að það er ekkert blý að finna í blýöntum, heldur er notað svokallað grafít sem blandað er saman við vatn og leir. Þessi blanda er síðan pressuð í stangir við mikinn hita. Ástæðan fyrir því að blý er nefnt blý í blýöntum er sú að Englendingur nokkur taldi sig hafa fundið blý í jörðu. Síðar kom í ljós að svonefnt blý reyndist vera grafít. Samkvæmt því sem sagt er í blýantasafninu í Cumberland "Stormur mikill geisaði í Borrowdale á Englandi um miðja 16. öld, sem reif upp tré með rótum og undir þeim kom í ljós dökkt efni sem í fyrstu var talið vera blý. Um 200 árum seinna uppgötvaði enskur vísindamaður að efnið var ekki blý, heldur tegund af kolefni. Efnið var nefnt grafít en það mun vera gríska orðið yfir ,,að skrifa’’ vegna þess að fólk notaði efnið til þess. Fyrstu blýantarnir voru molar af grafít sem smiðir og listamenn notuðu mikið, sem hægt var að skrifa á hluti án þess að rispa eða skemma efniviðinn’’ (sögumoli) 

        
gamlirpenslarartie[1] Olíulitapenslar:
Allir geta verið sammála um að það er ánægjulegt að mála með nýjum og góðum penslum. Allt of oft gerist það að penslarnir verða harðir og stífir af málningu en ekki hefur verið hægt að hreinsa nægilega úr þeim, hún harðnar þá upp við málmhólkinn sem hárin eru fest upp í. Þá er öll sveigja og mýkt (sem er eftirsóknarverður eiginleiki)   pensilsins horfinn. Til er gott einfalt ráð til að forðast þessa skemmd á penslum. Áður en pensill er notaður er hann gegnvættur í matarolíu alveg upp að málmhólkinum. Olían liggur þá í hárunum við málmhólkinn og liturinn kemst ekki  fyrir, mýkt háranna í penslinum helst lengur. Þetta má endurtaka af og til ef ykkur finnst litur vera að setjast í hárin. Ath. Aðferðin hentar samt alls ekki fyrir vatnslitapensla.

j0438347[1] Þegar skipt er um liti inn á milli í olíumálverki er gott að strjúka sem mest af litnum í bómullarklút, hreinsa síðan pensilinn upp úr sansodor eða jurta-terpentínu, þetta eru hvoru tveggja efni sem einnig má nota til að þynna litina, án þess að minnka nokkuð gæði og endingu litanna. Grillvökva eða white spritt er í lagi að nota til hreinsunar en gæta verður þess að þurrka vökvann vel úr penslinum áður en litur er settur í hann aftur og haldið er áfram að mála.
Það er staðreynd að mínerölsk terpentína til hreinsunar fer ekki vel með pensla, hún er unnin úr óhreinni jarðolíu sem eyðileggur gæði litanna, notið heldur penslasápuna, penslarnir endast lengur og hún er umfram allt náttúruvæn og nærir hár penslana meðan þeir eru ekki notkun.                                                                                                        
Góð hreinsunaraðferð á olíupenslum er að strjúka sem mest af litnum í bómullarklút (alls ekki toga í hárin við hreinsun) hafið penslasápuna í litlu íláti sem þið skolið pensilinn úr, skolið hann síðan vel undir volgri vatnsbunu. Látið pensilinn   svo liggja á hliðinni á meðan hann þornar. Þegar pensillinn er alveg þornaður þá er í lagi að hann standi upp á endann    en alls ekki fyrr, því þá er hætt við að límingar og festingar háranna gefi sig fljótlega. GH j0438521[1]

mynd5[1]

Litakort

*Hér eru að finna öll litakortin

fyrir olíu og akrylliti frá Winsor & Newton*

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@litirogfondur.is

Vertu með okkur á facebook