Fyrirtækið
Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1947 af Augusti Håkansyni skiltamálara og myndlistarmanni og gekk þá undir nafninu Skiltagerðin. Fyrirtækið verslaði aðallega með myndlistarvörur en auk þess var starfrækt þar skiltagerð. Árið 1978 var fyrirtækinu svo deilt niður, Skiltagerðin var rekin sem heildsala en smávöruverslunin hlaut nafnið Litir og Föndur og keypti Guðfinna Hjálmarsdóttir, myndlistakona, þá verslunina. Nokkrum árum síðar tóku Guðfinna og eiginmaður hennar Grímur Jóhann Ingólfsson húsgagnasmiður, við innfluttningsversluninni sem var skráð var undir nafninu Handlist. Árið 1997 voru fyrirtækin sameinuð undir nafninu Litir og Föndur – Handlist ehf.
Litir og Föndur hefur frá upphafi verið til húsa við Skólavörðustíg. Þar hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í gegnum árin og þar af leiðandi þurft að stækka talsvert við sig. Þegar rekstur verslunarinnar hófst var verslunin staðsett í 65 fm. húsnæði á Skólavörðustíg 15 en hún fluttist síðan á Skólavörðustíg 16 &14 . 1998 voru deildirnar sameinaðar á Skólavörðustíg 12. Og hefur stækkað mikið við sig bæði hvað varðar rými og vöruúrval síðan rekstur hófst. Starfssvið verslunarinnar er smásala á föndurvörum, skartgripaefni og myndlistarvörum. Mikið úrval er af uppstrekktum listmálarastriga í nokkrum gæðaflokkum. Árið 2004 var opnuð ný og fjölbreytt verslun að Smiðjuvegi 4 Kópavogi. Verslunin er í megin dráttum uppbyggð eins og verslunin á Skólavörðustíg. Enn verða þáttarskil 2009. Verslunin að Smiðjuvegi 4 flutti í stærra húsnæði að Smiðjuvegi 5. Fjöldi einkabílastæða eru við verslunina Smiðjuvegi í Kópavogi
Þann 20.febrúar 2016 voru verslanirnar sameinaðar á Smiðjuvegi 5 í Kópavogi þar sem vel fer um fyrirtækið í 750 fermertra rými.
Starfsmenn hjá fyrirtækinu eru : Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir Hjálmar Axel Ingibergsson Grímur Ingólfsson Freydís E. Garðarsdóttir Elísabet Eir Reynisdóttir
Verslunar og innkaupastjóri er Hjálmar Axel Ingibergsson.
Þess má geta að starfsfólk okkar er með góða menntun á sviði myndlistar og handmennta og hefur góða þekkingu á þeim vörum sem verslunin er með.