Olíu námskeið
Verið velkomin á olíunámskeiðið hjá Freydísi!
Kennt er í vinnustofu sem er innangengt í úr versluninni Litir og föndur Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Námskeiðin eru á Þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá 18 til 22.
4 klukkustunda námskeið kostar 8000kr og eru nemendur beðnir um að borga með peningum, ekki korti. Þetta er ekki samfellt námskeið heldur skráir fólk sig bara á þá daga sem því hentar.
Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hver nemandi vinnur að sínu verkefni og kennarinn leiðbeinir þeim með aðferðir, tækni og hvernig á að vinna með málninguna, olíuna og íblöndunarefnin. Af og til tökum við verkefni saman til að læra ákveðnar aðferðir eftir óskum nemenda.
Málning, olíur og íblöndunarefni eru innifalin í námskeiðsgjaldinu. Æskilegt er að nemendur mæti með eftirfarandi: mynd af viðfangsefninu til að styðjast við, t.d. ljósmynd eða ljósrit í lit. Þrjá eða fleiri olíumálunar pensla og striga til að mála á. Fyrir þá sem vantar annaðhvort eða bæði þá er mikið úrval á góðu verði í búðinni og nemendur fá 15% afslátt af myndlistavörum þegar þeir eru á námskeiði, þarf þá að versla áður en námskeið hefjast.
Kennarinn á námskeiðinu er Freydís Eva Garðarsdóttir, hún var í Myndlistarskóla Reykjavíkur og er menntuð í teikningu en hefur tileinkað sér olíuna. Sérstaklega mikil reynsla í raunsæi og portrett myndum en hægt er að hjálpa hverjum og einum með að ná fram sinni sýn.
Til að skrá sig í tíma er hægt að hringja í okkur í s.552-2500 eða kíkja við í verslun okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur!