Umhirða Pennsla

Það getur breytt miklu í líftíma pensla að séð er rétt um þá, og geta vandaðir penslar endast til lífstíðar. Hér fyrir neðan eru ráð til að sjá vel um pensla.

Ráð 1: Muna að hreinsa pensilin vel og vandlega.

Hreinsun vatnsmálningu úr pennslum

Þegar litarefnið safnast upp í efri part pensilsins, ýtar það hárunum í sundur og getur komið í veg fyrir að oddur myndast á penslinum. Til að koma í veg fyrir það, er vatnslitapennsillinn þurkaður hreinn með klút sem safnar ekki upp rafmagni (t.d. micro-fiber klúti) og skoldið með hreinu vatni. Síðan skal notast við milda sápu og kalt vatn, og penslinum snúið vandlega og varlega um lófan og skolaður. Skolið pensilinn endurtekið þar til að vatnið og sápan hafa skolast alveg úr pensilinum.

Hreinsun olíumálningu úr pennslum

Þegar unnið er með olíu, er notast við tusku til að fjarlægja eins mikið af málningu og hægt er úr penslinum. Síðan er afgangurinn af málningunni skolaður úr penslinum með að nota pennsla hreinsir (t.d. pennsla sápu eða Winsor & Newton Artists' White Spirit). Síðan, líkt og þegar þvoðar eru hendur, berið á sápunna og skolið með volgu, en ekki heitu vatni, þangað til að hvorki litur né sápa rennur úr pensilinum.

Hreinsun akrýlmálningu úr pennslum

Það er svipuð umhirða sem er í akrýlmálningu og vatnslita pennslum. En einnig smá munur. Eins og þegar að leysiefni beisuðum varnish (t.d. terpentínu) er notuð þarf að hreinsa það af með sérstökum efnum, eins og Winsor & Newton Artists' White Spirit, en ef að notast er við vatn beisuð varnish og önnur íblöndunarefni er nóg að hreinsa þau af með sápu og vatni.

Það þarf að hreinsa akrýl málningu af með mildri sápu og köldu vatni. Til að hreinsa liti almennilega úr penslunum er hægt að láta þá lyggja í penslahreinsi yfir nótt, það mun hreinsa allan þornaðan akrýl lit sem myndast hefur í penslinum. Endurtakið hreinsunarferli þar til að enginn litur né sápa kemur úr pensilinum.

Ráð 2: Að vita hvað ber að forðast

Vatnslitapennsla umönnun

Vatnslitapennslar eru fíngerðir, og sterk sápa getur eyðilagt hárin með að fjarlægja náttúrulegar olíur úr þeim. Haldið vatninu volgu, en ekki heitu, þar sem að heitt vatn getur látið málninguna í penslinum storknað í pennslinum.

Olíumálningapennsla umönnun

Haldið þeim frá þvottaefnum, þau geta skemmt hárin á burstanum. Einnig ber að forðast PAINT STRIPPER. Margir listamen hafa notast við þessar aðferðir til að lífga upp á pennsla með þurrkaðari málningu í, en það er hætta á að það afmóti lögun pensilisins.

Akrýlmálningapennsla umönnun

Það mikilvægasta í umönnun þegar kemur að akrýl er að leyfa ekki málningunni að þorna í burstanum eftir notkun, þar sem að eftir að málningin þornar er hún orðin hörð og óleysanleg, líkt og hart plast. Munið að þvo penslana strax eftir notkun, og ef að þú getur ekki þvegið þá meðan að þú ert að mála er hægt að leggja þá í bleyti á meðan, en mikilvægt er að þvo hann við fyrsta tækifæri.

Ráð 3: Endurmótun, þurkun og geymsla

Vatnslita og Akrýl pennslar

Við hreynsun penslana er mikilvægt að hreinsa í burt allt umframm vatn, og hafa þurrt skaft sem og FERRULES, svo skal endurmóta hausin á pennslinum og hann látinn þorna með hausinn upp í loft. Ef tekið er eftir lita bletti i hárunum þarf ekki að hafa áhyggjur ef hann er samt hreinn, það mun ekki hafa áhrif á frammistöðu pensilisins. Þegar kemur að geymslu er best að setja penslana í krukku eða eitthvað svipað ílát þar sem að hárin snúa upp, og einungis geyma þá þar þegar þeir eru orðnir alveg þurrir.

Olíu pennslar

Fylgið sömu skrefum og hér er lýst fyrir ofan með vatnslita og akrýl pennsla. Ef að verið er að geyma svínshára pennsla til lengri tíma skal vera viss um að þeir eru hreinir og algjörlega þurrir. Box með loki eru tilvalin til að geyma pennsla því þau koma í veg fyrir utanaðkomandi skemmdir, og jafn mikilvægt er að allt sé þurt til að koma í veg fyrir myglu.

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@litirogfondur.is

Vertu með okkur á facebook