DEKA þvottavélalitir

DEKA þvottavélalitir

DEKA ÞVOTTAVÉLALTIR

Til notkunar á öll náttúruefni. Til að góður árangur náist,verður efnið sem lita á, að vera nýþvegið ( án steiningar ) og án mýkingarefna.

Deka þvottavélalitir lita öll náttúruefni, einnig allt að 50 % blönduð gerviefni. Ath. að DEKA ÞVOTTAVÉLALTIR

Til notkunar á öll náttúruefni. Til að góður árangur náist,verður efnið sem lita á, að vera nýþvegið ( án steiningar ) og án mýkingarefna.

Deka þvottavélalitir lita öll náttúruefni, einnig allt að 50 % blönduð gerviefni. Ath. að ull og silki er ekki hægt að lita í þvottavél. Litarstyrkur minnkar eftir magni gerviefnis.

Pakkinn inniheldur 2 bréf með 25 gr. af litarefni og 2 bréf af festi. Þessi 4 bréf nægja til litunar á 1 kg. af þurru taui, miðað við fullan litarstyrkleika, en 2,5 kg í daufari liti.

Bletti er ekki hægt að fjarlægja við litun. Til þess að liturinn verði jafn í flíkinni má ekki lita meira en 1000-1250 gr. af þurru taui í einu.

Fyrir fullan litastyrk:

          1000 gr. af þurru taui

          2 bréf litarefni

          2 bréf festir

          2 kg gróft matarsalt

Fyrir daufari litarstyrk:

          1250 gr. af þurru taui

          1 bréf litarefni

          2 bréf festir

          0,5 kg gróft matarsalt

Leiðbeiningar um litun:

1. Viktið tauið sem lita á

2. 2 kg. af salti látið í þvottavélina fyrir fullan litastyrk eða 0,5 fyrir ljósari liti.

3. Tauið látið í vélina

4. Þvottavélin stillt á 30-60 C eftir því hvað efnið þolir mikinn hita.

Ath. að nota ekki forþvott. Bíðið þar til tauið er orðið gegnblautt og vatnið hæfilega heitt.

5. Litarefnið leyst upp í 1 ltr. af heitu vatni.

6. Festirinn leystur upp í 1 ltr. af heitu vatni.

7. Litarefninu hellt í sápuhólfið á meðan tromlan snýst. 5 mín síðar er festinum hellt útí. Skolið síðan sápuhólfið með 1 ltr. af heitur vatni.

8. Látið vélina vinna án þess að dæla frá sér vatni í 40 mín. (Vélar sem ekki hafa 40 mín langt prógramm, þarf að stöðva áður en dælun hefst og láta þær byrja aftur á prógramminu.) Vélin látin klára prógrammið.

9. Eftir litun er efnið ekki tekið út úr vélinni, heldur þvegið úr mildu sápuvatni. Við það þvæst úr það litarefni sem ekki nýttist við litunina og einnig hreinsar það vélina. Ath. til þess að koma í veg fyrir að dökkar línur myndast í tauinu, hengið flíkina ekki uppá þvottasnúru til þerris. Best er að þurrka flíkina í þurrkara eða inní handklæði eftir litun. Flíkur sem hafa verið litaðar á ekki að leggja í klór.

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@litirogfondur.is

Vertu með okkur á facebook